Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar grimmari á lokasprettinum
Hulda Björk Ólafsdóttir og Robbi Ryan, stigahæstu leikmenn Grindavíkur í gær, leika boltanum á milli sín. Þær áttu góðan leik í gær, Hulda Björk með 23 stig og Ryan með 22 stig auk þrettán frákasta. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 10:11

Grindvíkingar grimmari á lokasprettinum

Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík í gærkvöld í Subway-deild kvenna í körfubolta. Fyrirfram var búist við sigri heimaliðsins sem er í toppbaráttu deildarinnar á meðan Grindavík er í baráttunni á hinum endanum. Að endingu voru það gestirnir sem höfðu betur í jöfnum og spennandi leik, þær einfaldlega vildu þetta meira og það skilaði þeim sex stiga sigri (79:85). Keflvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis og stóðu í þeim framan af leik en eftir jafnan fyrri hálfleik skildu leiðir og Fjölnir hafði að lokum 23 stiga sigur.

Njarðvík - Grindavík 79:85

(22:18, 16:19, 21:21, 20:27)

Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur var hörkujafn og spennandi allan tímann. Fyrri hálfleikur var í járnum og skildi aðeins eitt stig liðin að í hálfleik (38:37). Í þriðja leikhluta komust Njarðvíkingar í sjö stiga foryst í tvígang (47:40 og 55:48) en Grindavík minnkaði muninn fyrir fjórða leikhluta í eitt stig (59:58). Á lokasprettinum voru það hins vegar gestirnir sem gáfu í og lönduðu góðum sex stiga sigri (79:85).

Það verður að segjast eins og er að úrslitin komu á óvart enda hafa liðin verið á sitt hvorum enda Subway-deildarinnar. Njarðvíkingar, sem hafa verið að spila mjög vel, eiga það hins vegar til að detta niður í eitthvað stemmningsleysi eins og gerðist í gær. Það skal þó ekki tekið af Grindvíkingum að þær höfðu fyrir sigrinum, unnu sem ein heild og héldu Njarðvík niðri allan tímann – það leikur enginn betur en andstæðingurinn leyfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Aliyah Collier í vandræðum enda Grindavíkurvörnin búin að loka hana af.

Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 31/16 fráköst, Diane Diéné Oumou 16/10 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 13/10 fráköst, Vilborg Jonsdottir 8/5 stoðsendingar, Helena  Rafnsdóttir  6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Frammistaða Grindvíkinga: Hulda Björk Ólafsdóttir 23, Robbi Ryan 22/13 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Hekla Eik Nökkvadóttir 17, Edyta Ewa Falenzcyk 13/9 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Arna Sif Elíasdóttir 2, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 2, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Lokamínúturnar tóku á taugar Ingibergs Þórs Jónassonar, formanns körfuknattleiksdeilar Grindavíkur ...
... en gat andað léttar þegar flautan gall.


Anna Ingunn Svansdóttir hefur tekið mikið framfaraskref á tímabilinu og verið að leika mjög vel að undanförnu.

Keflavík - Fjölnir 82:105

(25:27, 19:21, 16:28, 22:29)

Keflavík gerði vel í fyrri hálfleik og stóð í Fjölniskonum sem eru topplið deildarinnar. Fjölnir náði mest sjö stiga forskoti og munaði ekki nema fjórum stigum í hálfleik (44:48). Í seinni hálfleik jók Fjölnir hins vegar muninn jafnt og þétt og hampaði 23 stiga sigri að lokum (82:105).

Daniela Wallen (22 stig), Anna Ingunn Svansdóttir (18 stig) og Ólöf Rún Óladóttir (16 stig) sáu að mestu um stigasöfnun heimaliðsins, voru saman með 56 stig en auk þess var Wallen með þrettán fráköst og fimm stoðsendingar.

Frammistaða Keflvíkinnga: Daniela Wallen Morillo 22/13 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18, Ólöf Rún Óladóttir 16, Katla Rún Garðarsdóttir 9/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 8/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Anna Lára Vignisdóttir 3, Gígja Guðjónsdóttir 2, Ásthildur Eva H. Olsen 2, Tunde Kilin 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Brynja Hólm Gísladóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, skellti sér á leikina og má sjá myndasöfn hér neðar á síðunni.

Njarðvík - Grindavík (79:85) | Subway-deild kvenna 8. mars 2022

Keflavík - Fjölnir (82:105) | Subway-deild kvenna 8. mars 2022

Tengdar fréttir