Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Grindvíkingar efstir í Subway karla
Kristófer Breki Gylfason átti mjög góðan leik með Grindavík í kvöld. Kristófer setti niður sex þrista, var með 26 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. nóvember 2021 kl. 23:10

Grindvíkingar efstir í Subway karla

Grindvíkingar eru á góðri siglingu í Subway-deild karla og halda áfram að vinna sína leiki en Njarðvíkingar töpðuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld.

Grindavík - Breiðablik 100:84

(30:19, 29:25, 22:22, 19:18)

Grindvíkingar voru við stjórnina frá upphafi og byggðu upp góða fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleik (59:44) og var eftirleikurinn tiltölulega lítið mál enda hleyptu heimamenn Blikum aldrei inn í leikinn.

Ivan  var atkvæðamestur hjá Grindavík með 28 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar en hann og Kristófer Breki létu mest að sér kveða í kvöld, Kristófer með sex þrista og 31 framlagsstig.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Basile átti ágætis leik en það vantar einhvern neista í Njarðvíkurliðið þessa dagana.

Njarðvík - Tindastóll 74:83

(17:28, 24:13, 21:24, 12:18)

Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið sveiflukenndur, í fyrsta fjórðung náðu gestirnir í Tindastóli að byggja upp ellefu stiga forystu en Njarðvíkingar unnu þessi ellefu stig upp í öðrun leikhluta og því var allt jafnt í hálfleik (41:41). Það voru hins vegar gestirnir sem gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og þriðja tap Njarðvíkinga í röð staðreynd.

Fotios Lampropoulos var með átján stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar og Dedrick Deon Basile fimmtán stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25

Tengdar fréttir