Grindavík sigraði Hött eftir framlengingu
Höttur – Grindavík 94:101 (15:17, 25:20, 24:24, 16:19, 14:21)
Grindvíkingar léku gegn nýliðum Hattar í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum og Grindvíkingar komust yfir undir lokin en heimamenn náðu að jafna, að lokum stóðu Grindvíkingur uppi sem sigurvegarar eftir framlengingu. Lokatölur 94:101.
Grindavík byrjaði leikinnn betur og vann fyrsta leikhluta 15:17 en í öðrum leikhluta sigu heimamenn fram úr og staðan í hálfleik var 40:37.
Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri, jafn og spennandi. Höttur leiddi eftir þriðja leikhluta en þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum tók Grindavík leikhlé í stöðunni 78:74. Á síðustu mínútum leiksins sneru Grindvíkingar leiknum sér í hag og komust í 78:80.
Heimamenn reyndu þriggja stiga skot sem geigaði en þeir náðu frákastinu og jöfnuðu. Leikurinn fór því í framlengingu og þar kláruðu Grindvíkingar dæmið og unnu leikinn 94:101.
Grindavík: Dagur Kári Jónsson 25/5 fráköst, Eric Julian Wise 21/4 fráköst, Joonas Jarvelainen 20/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 16/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, Kristinn Pálsson 4, Þorleifur Ólafsson 0, Johann Arni Olafsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.