Grindavík mætir toppliðinu í Röstinni
Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Í Grindavík taka heimastúlkur á móti Hamar og má búast við hörkuleik. Hamar situr óvænt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá umferðir, en Grindavík getur náð að komast upp að hlið Hamars og Keflavíkur með sigri í kvöld.
Valur tekur á móti Snæfelli í hinni viðureign kvöldsins og hefjast báðir leikirnir kl. 19:15.
Staðan í Iceland Express deild kvenna.
VF-MYND/JBÓ: Petrúnella Skúladóttir mætir Hamar ásamt liðsfélögum sínum í Grindavík í kvöld.