Grindavík án stiga í Pepsi-deild kvenna
Grindvíkingar mættu Aftureldingu í gærkvöldi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þegar þriðja umferð deildarinnar fór fram. Grindvíkingar töpuðu leiknum 3-0 og sitja á botni deildarinnar, stigalausar eftir þrjá leiki. Markalaust var í hálfleik en þrjú mörk heimamanna gerðu út um leikinn í þeim síðari.