Griffin: Verðum að bæta vörnina með hverjum leik
Jonathan Griffin, Bandaríkjamaðurinn í liði Grindavíkur, var kátur í leikslok þegar Grindvíkingar höfðu nauman 86-92 sigur á Stjörnunni í Garðabæ.
,,Já, ég er að finna mig ágætlega þegar leikirnir hafa verið í járnum og maður reynir bara að lesa vel í sóknir andstæðinganna og ná til boltans, skapa svo eitthvað fyrir sjálfan sig eða liðsfélagana,” sagði
,,Við erum búnir að jafna okkur á Keflvíkurleiknum, við vorum hægfara í þeim leik og héldum að við myndum vinna leikinn sama hvernig við lékum. Eftir þann leik áttum við góðar æfingar og jukum ákafann í vörninni og hana verðum við að bæta með hverjum leik,” sagði
,,Við viljum fara lengra í ár heldur en í fyrra og við eigum að vera orðið betra lið en þá þar sem við höfum bara bætt við okkur og það leikmanni á borð við Igor Beljanski. Við vitum vel að það er ekki vandamál fyrir okkur að skora körfur en áherslan er á vörnina og bæta hana með hverjum degi,” sagði
VF-Mynd/ Jón Júlíus Karlsson – [email protected]