Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaglíma í Reykjanesbæ
Carmen skilaði 37 stigum og 16 fráköstum í leik hjá Njarðvík. Hvernig reiðir þeim af án hennar?
Miðvikudagur 15. mars 2017 kl. 09:39

Grannaglíma í Reykjanesbæ

Hvernig gengur Njarðvík án Carmen? Keflvíkingar vilja toppsætið

Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Í Reykjanesbæ mætast grannarnir Njarðvík og Keflavík. Njarðvíkingar leika þá í fyrsta sinn eftir að Carmen Tyson-Thomas var látin fara frá félaginu. Keflvíkingar eru í baráttu um toppsætið en Njarðvíkingar eru búnar að missa af sæti í úrslitakeppni.

Grindvíkingar eru enn á botninum en þær hafa loks fengið leikheimild fyrir erlendan leikmann sinn. Það færði þeim þeirra fyrsta sigur í þrjá mánuði þegar þær lögðu Njarðvík í síðustu umferð. Þær fara í höfuðborgina og mæta Valskonum í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport. Eftir leiki kvöldsins verða aðeins tvær umerðir eftir af deildarkeppninni og þá verður ljóst hvaða fjögur lið munu mætast í úrslitakeppninni.

Staðan í deildinni