Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur Njarðvíkinga fyrir vestan
Fotios Lampropoulos og Mario Matasovic létu mest að sér kveða í gær, Fotis með 21 stig, 13 fráköst og 35 framlagspunkta en Mario með 26 stig, sex fráköst og 30 framlagspunkta. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 10:10

Góður sigur Njarðvíkinga fyrir vestan

Njarðvíkingar sóttu tvö stig á Ísafirði í gær með sigri á Vestra í Subway-deild karla í körfuknattleik. Með sigrinum er Njarðvík í öðru sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru óleiknar í deildarkeppninni, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshöfn.

Vestri - Njarðvík 82:115

(20:29, 19:30, 20:30, 23:26)

Eins og tölurnar gefa til kynna voru Vestramenn lítil fyrirstaða fyrir Njarðvíkinga sem jók forystuna jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Njarðvík hafði níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 33 stig.

Njarðvíkingar eiga þrjá leiki eftir og standa í hörkubaráttu um deildarmeistaratitilinn við Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn. Njarðvík með 28 stig, tveimur stigum á eftir Þór, Keflavík er svo í þriðja sæti með 26 stig og Grindavík er í sjöunda sæti með 20 stig og langt komið með að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Njarðvíkinga: Mario Matasovic 26/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 21/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 20/8 stoðsendingar, Nicolas Richotti 10/6 fráköst/10 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Maciek Stanislav Baginski 8/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8, Jan Baginski 6, Elías Bjarki Pálsson 6/5 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Tengdar fréttir