Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góðir sigrar toppliðanna
Miðvikudagur 4. janúar 2012 kl. 21:59

Góðir sigrar toppliðanna

Suðurnesjaliðin unnu bæði þægilega sigra í kvöld í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Topplið Keflavíkur sigraði Fjölni með 82 stigum gegn 69 en leikurinn var frekar bragðdaufur. Fjölnir leiddi í hálfleik en hægt og bítandi sýndu Keflavíkurstúlkur hvers þær eru megnugar og lönduðu góðum sigri.

Stigin hjá Keflavík: Jaleesa Butler 20/17 fráköst/5 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 19/13 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/8 fráköst/10 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Helga Hallgrímsdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 1

Njarðvíkurstúlkur sigruðu Hauka með 17 stiga mun, 87-70 í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar voru búnar að gera út um leikinn strax í fyrri hálfleik en þá var munurinn kominn yfir 20 stig. Þær grænu slökuðu aðeins á bensíninu í síðari hluta leiksins en höfðu þrátt fyrir það lítið fyrir sigrinum.

Stigin hjá Njarðvík: Shanae Baker-Brice 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 20/12 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 9/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 4, Harpa Hallgrímsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2




Myndir/EJS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024