Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð byrjun hjá Suðurnesjaliðunum
Sunnudagur 4. september 2016 kl. 12:23

Góð byrjun hjá Suðurnesjaliðunum

Grindavík og Keflavík með sigra í úrslitum 1. deildar

Lið Grindavíkur og Keflavíkur fóru vel af stað í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna í fótbolta með því að sigra í fyrstu leikjum sínum í 8-liða úrslitum.

Grindvíkingar unnu öruggan 0-4 sigur gegn Víkingum á Ólafsvík. Staðan var orðin 0-3 í hálfleik þar sem Marjani Hing-Glover skoraði tvívegis og Sashana Cambell bætti einu marki við. Rakel Lind Ragnarsdóttir skoraði svo fjórða markið sjö mínútum fyrir leikslok og tryggði öruggan sigur Grindvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar áttu í aðeins meira basli með Tindastólskonur sem mættu á Nettóvöllinn. Gestirnir komust tvisvar yfir í leiknum en það var Amber Pennybaker sem skoraði sigurmark Keflvíkinga á 85. mínútu. Þær Katla María Þórðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu líka fyrir Keflvíkinga í leiknum.

Seinni leikir liðann fara fram á miðvikudaginn komandi. Grindvíkingar leika þá á heimavelli en Keflvíkingar á Sauðárkróki.