Glæsilegur árangur Grindvíkinga
Sjötti flokkur Grindavíkurstúlkna í knattspyrnu stóð sig frábærlega í úrslitum Íslandsmótsins um helgina, svokölluðu Hnátumóti, þar sem B-liðið gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari eftir góðan sigur á Breiðabliki og A-liðið varð í 2. sæti eftir tap gegn Víkingi.
Þetta er frábær árangur hjá Grindvíkingum og ber barna- og unglingastarfi þeirra gott vitni, en þjálfari liðsins er Pálmar Guðmundsson.
Myndir/grindavik.is - Á efri myndinni er B-liðið, A-liðið á þeirri neðri. Myndirnar eru teknar á Símamótinu fyrr í ár.