Glæsileg jólasýning hjá fimleikadeild Keflavíkur
Fimleikadeild Keflavíkur hélt árlega jólasýningu sína núna um liðna helgi og að venju var sýningin hin glæsilegasta. Öllu var tjaldað til og iðkendur deildarinnar á öllum aldri stóðu sig með stakri prýði enda kraftmiklir og duglegir krakkar þar á ferð.
Víkurfréttir voru á staðnum og ljósmyndasafn frá sýningunni má finna á ljósmyndavef okkar hér. Síðar birtist svo myndband á vefsíðu okkar frá herlegheitunum.