Fyrirtækjamót í pílukasti
Fyrirtækjamót í pílukastiverður haldið í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar en mótið fer fram miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 19:00
Spilað verður 501 best af 17. Hvert lið skal skipað 4 mönnum, og hvert lið má hafa 2 varamenn.
það mega ekki vera nema 6 í hverju liði, en hvert fyrirtæki má senda eins mörg lið og það vill. (Einnig má fyrirtæki fá lánað menn sem ekki vinna hjá fyrirtækinu til að spila með, en það verður alltaf að standa eitthvert fyrirtæki á bakvið hvert lið.) Keppnisgjald verður 5000kr á lið.
Það verður keppt um glæsilegan farandsbikar sem verður vistaður í píluaðstöðu P.R. með nafni fyritækisins á og svo fær fyrirtækið eignarbikar. Það er möguleiki að þetta mót taki tvo miðvikudaga að spila fer svolítið eftir fjölda liða.
Skráning verður hjá Helga Magg í síma 660-8172 (ágætt væri að skrá sig tímanlega)