Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fótboltaleikir dagsins hjá Suðurnesjaliðunum
Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 09:49

Fótboltaleikir dagsins hjá Suðurnesjaliðunum

Keppni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hefst á ný í dag eftir 19 daga hlé á deildinni þar sem Evrópumót U 19 ára landsliða fór fram hér á landi. Keflavíkurkonur eiga stórt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þær heimsækja KR í Vesturbæinn.

 

Leikur Keflavíkur og KR hefst kl. 19:15 á KR velli. KR er á toppi deildarinnar með Valskonum en Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig. KR og Valur hafa 19 stig í toppsætunum.

 

Þá verða þrír leikir í 1. deild karla í kvöld og munu Reynir Sandgerði taka á móti ÍBV á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði. Reynismenn eiga harma að hefna en þeir steinlágu 10-0 í Eyjum þegar liðin mættust í VISA bikarnum.

 

Grindvíkingar mæta svo Leikni kl. 20:00 á Leiknisvelli og freista þess að styrkja enn frekar stöðu sína á toppi 1. deildar.

 

Þá leika bæði Víðir og GG í 3. deildinni í kvöld. Víðismenn mæta KV á KR velli kl. 20:30 og GG leikur gegn Afríku á Grindavíkurvelli kl. 20:00.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024