Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fóru létt með Stólana
Laugardagur 28. júní 2014 kl. 10:08

Fóru létt með Stólana

Keflvíkingar töpuðu gegn skástrikinu

Grindavíkurstúlkur unnu öruggan 4-0 sigur á Tindastól þegar liðin mættust í Grindavík í gær. Með sigrinum komu Grindvíkingar sér í fjórða sæti 1. deildar en liðið hefur aðeins leikið fimm leiki á meðan toppliðið hefur leikið sjö.

Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 3-0. Þær Margrét Albertsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir skoruðu en eitt markanna var sjálfsmark. Margrét bætti svo sínu öðru marki við undir lok leiks til þess að gulltryggja Grindavíkursigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar töpuðu á heimavelli

Keflvíkingar máttu sætta sig við 1-2 ósigur á heimavelli sínum gegn BÍ/Bolungarvík en liðin léku einnig í gær í 1. deild kvenna A-riðli. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði mark Keflvíkinga í leiknum. Gestirnir skoruðu svo sigurmarkið þegar rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Staðan í deild