Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórir Keflvíkingar í úrvalsliði Lengjudeildarinnar
Þeir Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs voru valdir í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. ágúst 2020 kl. 00:20

Fjórir Keflvíkingar í úrvalsliði Lengjudeildarinnar

Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net hefur gefið út val sitt á úrvalsliði fyrri umferðar Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar eru þar fyrirferðarmiklir og eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða fjóra, auk þess sem þeir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru valdir þjálfarar fyrri umferðar enda að gera frábæra hluti með Keflavíkurliðið.

Keflvíkingar tróna á toppi Lengjudeildarinnar og eiga verðskuldað fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu. Fótbolti.net valdi fyrirliðann Frans Elvarsson, Sindra Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og að sjálfsögðu markahæsta mann deildarinnar, Joey Gibbs. Nacho Heras var nálægt því að verða valinn fimmti Keflvíkingurinn í liðið.

Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla lítur svona út að mati Fótbolti.net:

Robert Blakala (Vestri), Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Unnar Steinn Ingvarsson (Fram), Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir), Frans Elvarsson (Keflavík), Albert Hafsteinsson (Fram), Fred (Fram), Gary Martin (ÍBV) og Joey Gibbs (Keflavík)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024