Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenn sveit GRV á jólamóti SPK
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 17:15

Fjölmenn sveit GRV á jólamóti SPK

GRV tók á dögunum þátt í jólamóti SPK sem fram fór í Digranesi í Kópavogi. Það var 7. flokkur kvenna hjá GRV sem keppti á mótinu í flokkum A, B, C1 og C2 og telfdi fram 29 þátttakendum. Flokkurinn hjá GRV er einn sá stærsti á landinu.

Stelpurnar hjá GRV gerðu sannkallaða frægðarför þar sem A-liðið hafnaði í 2. sæti, B-liðið varð fremst í sínum flokki í fyrsta sæti, C1 hafnaði í 3. sæti og C2 vann allar sínar viðureignir en gerði jafntefli við lið C1 frá GRV.

Þá tók 6. flokkur kvenna hjá GRV einnig þátt í mótinu og telfdi fram A- og B-liðum. A-liðið hafnaði í 4. sæti en B-liðið hafnaði í 11. sæti.

www.umfg.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024