„Fjögur fræknu“ í beinni útsendingu
Í kvöld fara fram undanúrslitaleikir karla í Lengjubikarnum í körfubolta. Bæði Keflvíkingar og grannar þeirra úr Grindavík eiga möguleika á því að leika úrslitaleikinn og eru því ágætis líkur á því að það verði Suðurnesjaslagur í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun.
Leikir kvöldsins verða báðir í beinni útsendingu á Sport TV en annarsvegar er um að ræða leik Grindvíkinga og Þór Þ. sem hefst klukkan 18:30 og hinsvegar leik Keflvíkinga og Snæfells sem hefst klukkan 20:30.
Leikið verður til úrslita á morgun klukkan 16:00.