Eysteinn Hauksson æfir með Grindvíkingum
Knattspyrnumaðurinn Eysteinn Hauksson æfir þessa daganna með úrvalsdeildarliði Grindvíkinga en Eysteinn hefur að undanförnu dvalist í Kína þar sem hann spilaði með úrvalsdeildarliði í Hong Kong síðan um áramót.Eysteinn sem er 27 ára lék með Grindvíkingum í gær gegn Stjörnunni í 3:2 sigri þeirra í æfingaleik liðanna.