Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla aftur í Sláturhúsið
Fimmtudagur 27. október 2005 kl. 14:49

Erla aftur í Sláturhúsið

Körfuknattleikskonan Erla Þorsteinsdóttir hefur haft félagsskipti yfir í Keflavík en hún lék með Grindavík á síðustu leiktíð.

Erla hefur leikið með Keflavík allan sinn feril að frátaldri síðustu leiktíð í Grindavík. Keflavíkurliðið mun vafalaust styrkjast til muna við þessa viðbót en Erla hefur um nokkurt skeið verið á meðal fremstu körfuknattleikskvenna landsins.

Félagsskiptin taka mánuð að ganga í gegn og ætti Erla að vera komin með leikheimild þann 25. nóvember næstkomandi.

www.keflavik.is

VF-mynd/ Erla (t.v.) í leik með Grindavík á síðustu leiktíð.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024