Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Endurtaka Keflvíkingar leikinn?
Miðvikudagur 29. mars 2017 kl. 10:50

Endurtaka Keflvíkingar leikinn?

Undanúrslit hefjast í kvöld - Skallagrímur í heimsókn

Keflavíkurkonur hefja leik í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta í kvöld en þar kljást þær við Skallagrímskonur. Liðin háðu eftirminnilegan úrslitaleik í bikarkeppninni fyrr í vetur þar sem Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi.

Liðin eru nokkuð ólík. Keflvíkingar ungar og óreyndar á meðan Skallagrímsliðið er fullt af reynsluboltum. Í deildinni höfðu Keflvíkingar þrisvar sigur á Borgnesingum en einu sinni töpuðu þær naumlega á útivelli. Þannig að í innbyrðisviðureignum standa Keflvíkingar mun betur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar höfnuðu í öðru sæti deildarinnar og Skallagrímur í því þriðja og því eiga Keflvíkingar heimavallarétt. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld kl. 19:15 í TM-höllinni.