Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías markahæstur í Hollandi
Mánudagur 21. desember 2020 kl. 11:10

Elías markahæstur í Hollandi

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson, sem leikur með liði Excelsior í hollensku B-deildinni fékk viðurkenningu fyrir að vera markahæstur á fyrsta þriðjungi deildarinnar 2020-21. Hann er búinn að skora 17 mörk í 17 leikjum.

Elías spilaði allan leikinn þegar Excelsior tapaði 1-0 fyrir Cambuur á heimavelli í síðasta leiknum fyrir jól. Excelsior er í 13. sæti deildarinnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024