Elías heillar Norðmenn upp úr skónum - Sjáið viðtal og glæsimark Elíasar
Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir Vålarenga í norsku úrvalsdeildinni eins og Víkurfréttir greindu frá fyrr í dag. Norski fréttamiðillinn C More Football tók Elías tali eftir leikinn á meðan áhorfendur klöppuðu og sungu nafnið hans, m.a. mátti sjá íslenska fánann blökta í bakgrunn.
Fréttamiðillinn líkti Elíasi við Viðar Örn Kjartansson en hann lék með Vålarenga í fyrra og skoraði 25 mörk fyrir félagið. Titillinn á viðtalinu við Elías er einmitt „Er dette den nye Kjartansson?“ eða „Er þetta nýi Kjartansson?“
„Það er frábært að skora tvö mörk og fá tækifæri til að vera í byrjunarliðinu, ég er mjög ánægður með leik liðsins,“ sagði Elías Már eftir leikinn en viðtal við kappann eftir leik má sjá hér að neðan en þar má einnig sjá bæði mörkin.
Elías Björgunarbátur Vålarenga
Elías komst í dagblað í Noregi þar sem honum er líkt við teiknimyndafígúruna Elías Björgunarbát. En þar er hann kallaður Björgunarbátur Vålarenga í leik liðsins í gær.
— Thomas (@Thomasvif) July 6, 2015
Glæsimarkið:
Fyrra markið má sjá á 0:55
Viðtalið: