Ekkert virðist stöðva Víðismenn
Ósigraðir í 3. deild karla í fótbolta
Víðismenn hafa unnið alla fimm leiki sína í 3. deild karla í fótbolta það sem af er tímabili. Þeir gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í gær þar sem þeir báru sigurorð af KFS 1-2. Heimamenn í KFS komust yfir strax á 6. mínútu. Aleksandar Stojkovic jafnaði fyrir Garðbúa á 25. mínútu og þannig var staðan allt þar til átta mínútur voru til leiksloka, en þá skoraði Róbert Örn Ólafsson sigurmark Víðismanna.
Víðismenn eru á toppnum með fullt hús stiga en þeir eiga leik til góða á flest lið deildarinnar.
Reynismenn unnu 2-1 sigur á liði Dalvíkur/Reynir fyrr í vikunni, þar sem Ivan Jugovic og Tomislav Misura skoruðu mörkin. Þróttarar töpuðum naumlega fyrir Tindastólsmönnum 1-2 á útivelli þar sem Sölvi Pálsson skoraði fyrir Þróttara.
Reynismenn eru í 6. sæti deildarinnar eftir þrjá sigra í röð. Þróttarar eru í 7. sæti og eiga leik til góða.