Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Orri og Viktor á U18 æfingar
Miðvikudagur 26. júlí 2006 kl. 14:32

Einar Orri og Viktor á U18 æfingar

Einar Orri Einarsson og Viktor Guðnason, knattspyrnuleikmenn hjá Keflavík, hafa verið valdir á úrtaksæfingar fyrir U18 ára landslið karla. 

Einar Orri og Viktor spila með 2. flokki og eru einnig í meistaraflokkshópnum hjá Keflavík. Einar Orri hefur þegar leikið nokkra leiki með Keflavík og Viktor hefur verið í leikmannahópnum í nokkrum leikjum í sumar.

Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí og eru fyrir U18 og U19 ára landsliðin.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Guðna Kjartanssonar sem þjálfar bæði liðin.

www.keflavik.is


Samsettar myndir: Jón Örvar- Einar t.v. og Viktor t.h.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024