Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Derby-slagur í Ljónagryfjunni í kvöld
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 10:42

Derby-slagur í Ljónagryfjunni í kvöld



Erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Þar verður heiður Reykjanesbæjar lagður að veði en þessi lið hafa elda grátt silfur saman í gegnum tíðina. Keflvíkingar eru þessa stundina í 4. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvík hefur 16 stig í 8. sæti deildarinnar og er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Njarðvíkingar bjóða upp á pizzahlaðborð fyrir leik og einnig munu þjálfarar liðsins fara yfir leikinn með stuðningsmönnum og svara spurningum þeirra. Allir sannir íþróttaunnendur ættu ekki að láta sig vanta í Íþróttamiðstöðina í Njarðvík í kvöld klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024