Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Darius Tarvydas öflugur þegar Keflavík jafnaði einvígið við Tindastól
Darius Tarvydas hnykklar vöðvana eftir hrikalega troðslu. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 8. apríl 2022 kl. 23:28

Darius Tarvydas öflugur þegar Keflavík jafnaði einvígið við Tindastól

„Við erum komnir til að sjá og sigra!“ Það má eiginlega segja að löngunin í sigur hafi geislað af Keflvíkingum sem báru sigurorð af Tindastóli í Blue-höllinni í kvöld. Lokatölur 92:75 og með sigrinum hefur Keflavík því jafnað einvígið í úrslitakeppni Subway-deildar karla.

Keflavík - Tindastóll 92:75

(19:21, 22:13, 25:26, 26:15)
Leikmenn mættu gíraðir í leikinn og gáfu ekkert eftir.

Fyrsti leikhluti var frekar jafn en það voru gestirnir sem leiddu með tveimur stigum að honum loknum (19:21). Keflvíkingar tóku sig heldur betur á í öðrum leikhluta, léku fantavörn og héldu sókn Stólanna í skefjum. Allt annað að sjá til Keflvíkinga frá síðasta leiks – þeir voru grimmir, létu finna vel fyrir sér og ætluðu sér ekkert annað en sigur. Keflavík leiddi með sjö stigum í hálfleik (41:34).

Sauðkræklingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og náðu að minnka muninn í eitt stig (42:42) en Keflvíkingar voru ekki á því að hleypa þeim lengra inn í leikinn og juku forystuna sem þeir héldu út leikinn. Sautján stiga sigur og nái Keflvíkingar að halda þessum krafti gangandi eru þeir ekkert að fara í frí á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hörður Axel var flottur í kvöld eins og allt liðið.

Darius Tarvydas var öflugur í leiknum, með 25 stig, sautján fráköst og flesta framlagspunkta kvöldsins, 32 stykki. Þá voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Dominykas Milka með fjórtán stig hvor og Mustapha Jahhad Heron með tólf. Annars var góð dreifing á skorinu og allt liðið að leika vel.

Keflavík: Darius Tarvydas 25/17 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/6 fráköst, Dominykas Milka 14/15 fráköst, Mustapha Jahhad Heron 12/8 fráköst, Jaka Brodnik 10, Valur Orri Valsson 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 6/5 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Ágúst Orrason 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Magnús Pétursson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Stuðningsmenn Keflavíkur skemmtu sér vel í kvöld.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni og má sjá myndasafn neðar á síðunni.

Keflavík - Tindastóll (92:75) |Úrslitakeppni karla 8. apríl 2022

Tengdar fréttir