Daníel Dagur Íslandsmeistari í júdó
Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í undir 21 árs aldursflokki. Hann sigraði allar sínar viðureignir örugglega á ippon. Daníel keppti einnig til úrslita um gullverðlaun í fullorðinsflokki á Íslandsmóti fullorðinna sem fór fram fyrr í mánuðinum en tapaði þeirri glímu og vann silfurverðlaun.