Broussard fékk flest atkvæði
Kkí hefur tilkynnt hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í Stjörnuleik karla í körfuknattleik en kosning stendur nú yfir fyrir Stjörnuleik kvenna. Á annað þúsund manns greiddu atkvæði og völdu sín byrjunarlið fyrir Icelandair-liðið sem skipað er íslenskum leikmönnum og Dominos-liðið sem skipað er erlendum leikmönnum.
Aaron Broussard, leikmaður Grindavíkur, fékk flest atkvæði allra leikmanna eða 520 talsins en Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli, fékk flest atkvæði Íslendinga eða 369.
Á annað þúsund manns kusu sín byrjunarlið og urðu eftirfarandi leikmenn efstir í kjörinu í ár: (Fjöldi atkvæða fyrir aftan hvern leikmann)
Icelandair-liðið (Skipað íslenskum leikmönnum)
1. Jón Ólafur Jónsson · Snæfell (369)
2. Kristófer Acox · KR (322)
3. Justin Shouse · Stjarnan (303)
4. Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (272)
5. Martin Hermannsson · KR (217)
Domino's-liðið (Skipað erlendum leikmönnum)
1. Aaron Broussard · Grindavík (520)
2. Eric Palm · ÍR (429)
3. Jay Threatt · Snæfell (420)
4. Benjamin Curtis · Þór Þ. (383)
5. Marcus Van · Njarðvík (357)