Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Broussard fékk flest atkvæði
Miðvikudagur 9. janúar 2013 kl. 08:15

Broussard fékk flest atkvæði

Kkí hefur tilkynnt hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í Stjörnuleik karla í körfuknattleik en kosning stendur nú yfir fyrir Stjörnuleik kvenna. Á annað þúsund manns greiddu atkvæði og völdu sín byrjunarlið fyrir Icelandair-liðið sem skipað er íslenskum leikmönnum og Dominos-liðið sem skipað er erlendum leikmönnum.

Aaron Broussard, leikmaður Grindavíkur, fékk flest atkvæði allra leikmanna eða 520 talsins en Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli, fékk flest atkvæði Íslendinga eða 369.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á annað þúsund manns kusu sín byrjunarlið og urðu eftirfarandi leikmenn efstir í kjörinu í ár: (Fjöldi atkvæða fyrir aftan hvern leikmann)

Icelandair-liðið (Skipað íslenskum leikmönnum)
1. Jón Ólafur Jónsson · Snæfell (369)
2. Kristófer Acox · KR (322)
3. Justin Shouse · Stjarnan (303)
4. Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (272)
5. Martin Hermannsson · KR (217)

Domino's-liðið (Skipað erlendum leikmönnum)
1. Aaron Broussard · Grindavík (520)
2. Eric Palm · ÍR (429)
3. Jay Threatt · Snæfell (420)
4. Benjamin Curtis · Þór Þ. (383)
5. Marcus Van · Njarðvík (357)