Bristol á heimleið
Körfuknattleikskonan Reshea Bristol er á heimleið og mun ekki leika meira með toppliði Keflavíkur á þessari leiktíð, samkvæmt heimasíðu félagsins. Ástæða brotthvarfs hennar eru persónulegar aðstæður en foreldrar hennar lentu í bílslysi á dögunum.
Er þetta mikið áfall fyrir lið Keflavíkur því að Bristol hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur. Hún hefur skorað yfir 20 stig að meðaltali í leik og er einnig feykiöflugur varnarmaður.
Er leitin að eftirmanni hennar þegar hafin.