Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Breytum engu fyrir næsta leik,“ segir Sigurður Gunnar
Laugardagur 2. apríl 2011 kl. 01:29

„Breytum engu fyrir næsta leik,“ segir Sigurður Gunnar

„Við erum vanir að koma til baka í framlengingu og klára leikinn en við sýndum það og sönnuðum hérna í kvöld,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson eftir spennandi leik gegn KR þegar Keflavík sigraði í framlengingu 135-139 í þriðja leik undanúrslita Iceland Express deild karla í körfuknattleik. „Við tæklum næsta leik bara nákvæmlega eins og við gerðum hér í kvöld, breytum engu.“

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, sagði KR hafa komsti í framlengingu með ótrúlegum skotum og þetta hafi verið mjög tæpt. „Menn voru bara karlmenn í kvöld og kláruðu þetta, settu réttu skotin, kláruðu vítin og þó það séu 135 stig skoruð á okkur þá er ég bara sæmilega sáttur við vörnina, ég verð að segja það,“ sagði Guðjón eftir sigurinn í kvöld.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024