Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brenton með 48 stig
Mánudagur 2. mars 2009 kl. 08:43

Brenton með 48 stig



Grindavík tapaði með eins stigs mun gegn Snæfelli þegar liðin mættust í Stykkishólmi í gær. Lokatölur urðu 89-88. Brenton Birmingham fór hamförum í liði Grindvíkinga og skoraði 48 stig.
Snæfell hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 30-20. Grindvíkingar komust betur inn í leikinn í öðrum fjórðungi, sem þeir unnu 25-20.  Mikil spenna var þar með kominn í leikinn og hélst hún alveg til loka.
Brenton var með 48 stig, eins og áður segir, skoraði 9 þriggja stiga körfur og hirti 6 fráköst. Þorleifur Ólafsson var með 11 stig. Páll Vilbergsson og Arnar Freyr Jónsson voru með 10 stig hvor.

Þetta tap Grindvíkinga færir KR nær deildarmeistaratitlinum en KR er í efsta sæti með 36 stig og á þrjá leiki eftir. Grindavík er í öðru sæti með 34 stig og á tvo leiki eftir.
---
Mynd/karfan.is – Úr leik Grindavíkur og Snæfells. Brenton til varnar undir körfunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024