Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bogi Rafn kveður Grindvíkinga
Bogi í baráttunni gegn Fram.
Fimmtudagur 10. janúar 2013 kl. 10:25

Bogi Rafn kveður Grindvíkinga

Bogi Rafn Einarsson knattspyrnumaður frá Grindavík hefur gengið til liðs við HK. Bogi Rafn, sem er 24 ára, hefur leikið allan sinn feril með Grindavík, að undanskildum hluta úr tímabilinu 2010 þegar hann lék með Njarðvík í 1. deild.

Hann á að baki 43 úrvalsdeildarleiki með Grindvíkingum og hefur skorað eitt mark en hann missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla. Þá hefur Bogi leikið 7 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024