Björgu tókst hið ómögulega og sló Gunnar Má af stallinum
Björg Hafsteinsdóttir kom, sá og sigraði í dag, hún tók tippmeistarann frá Grindavík, Gunnar Má Gunnarsson. Staðan er 11-9 fyrir Björg eins og sakir standa en Gunnar Már er með leik Luton og Aston Villa réttan eins og sakir standa en úrslitin í þeim leik breyta ekki lokaniðurstöðunni.
Gunnar Már getur samt borið höfuðið hátt, hann kom sér upp fyrir Hámund í heildarleiknum, er annað hvort með 35 eða 36 leiki rétta en Hámundur náði 34 á sinni vegferð. Staðan er annars svona núna:
Gréta Ólafur Hjartarson 46
Gunnar Már Gunnarsson 35/36
Hámundur Örn Helgason 34
Jónas Þórhallsson 26
Það kemur í ljós eftir helgi hverjum Björg mun mæta.