Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bitlaust fyrir norðan
Mánudagur 29. ágúst 2011 kl. 09:48

Bitlaust fyrir norðan

Grindvíkingar nældu sér í stig á Akureyri í Pepdi-deild karla í knattspyrnu í gær er þeir gerðu jafntefli við Þórsara 0-0. Eins og lokatölur gefa til kynna þá var leikurinn frekar tíðindalítill en Grindvíkingar áttu meira af marktilraunum og hefðu með smá heppni getað nælt í stigin þrjú. Jósef Kristinn Jósefsson byrjaði leikinn fyrir Grindvíkinga og góð tíðindi fyrir gula að fá þann snjalla leikmann aftur inn í liðið.

Með þessum úrslitum eru bæði liðin komin með 18 stig og fóru uppfyrir Keflvíkinga sem duttu niður í 10. sætið með 17 stig. Keflvíkingar eiga hinsvegar tvo leiki til góða á Þór og Grindavík og fá Fylkismenn í heimsókn í kvöld í sannkölluðum sex stiga leik.

Mynd: Jósef Kristinn er kominn á fulla ferð með Grindvíkingum aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024