Bílavíkurmótið hefst í kvöld
Bílavíkurmótið í körfuknattleik hefst í kvöld með leik Njarðvíkinga og Fjölnis kl. 18:30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Auk þessara tveggja liða taka Keflavík og Grindavík þátt í mótinu en þau mætast þegar leik Njarðvíkinga og Fjölnis lýkur eða kl. 20:30.
Liðin tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum í mótinu því erlendu leikmenn liðanna eru ekki enn komnir til landsins.
Víkurfréttir náðu tali af Einar Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkurliðsins, og ræddu við hann um mótið. „Ástandið á hópnum okkar er bara nokkuð gott, við erum reyndar ekki fullmannaðir en mætum með 10 ferska leikmenn í hvern leik. Við hófum æfingar 17. maí og höfum verið að æfa 5 sinnum í viku. Örn Steinar Marinósson hefur séð um lyftingarnar hjá okkur og hópurinn hefur verið hjá honum
þrisvar í viku en við erum jafnframt búnir að vera í bolta á fullu. Við tókum sumarið snemma þetta árið og höfum núna æft í bráðum 10 vikur en leikmenn fá 12 daga frí um og í kringum verslunarmannahelgi áður en við förum aftur á fullt fyrir haustið,“ sagði Einar.
Aðspurður um hvað svona mót hefðu að segja svaraði Einar þessu: „ Þetta er svona fyrst og fremst til að brjóta upp æfingaplanið og fá að spila alvöru körfubolta. Við höfum reyndar verið að spila æfingaleiki reglulega í sumar, við U18 og U20 lið Íslands í þeirra undirbúning fyrir Evrópumótið, en þetta er líka gott mót til að gefa yngri mönnum tækifæri á meðal þeirra bestu. Svo skemmir ekki að gera körfuboltaáhugamönnum greiða í biðinni eftir körfuboltanum sem fer svo á fullt með haustinu,“ sagði Einar að lokum.
Leikjaáætlun næstu þrjá dagana:
Mánudagur 18. júlí:
18:30 Fjölnir – UMFN
20:30 Keflavík – Grindavík
Þriðjudagur 19. júlí:
18:30 UMFN - Keflavík
20:30 Fjölnir - Grindavík
Miðvikudagur 20. júlí:
18:30 Fjölnir – Keflavík
20:30 UMFN – Grindavík
Liðin tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum í mótinu því erlendu leikmenn liðanna eru ekki enn komnir til landsins.
Víkurfréttir náðu tali af Einar Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkurliðsins, og ræddu við hann um mótið. „Ástandið á hópnum okkar er bara nokkuð gott, við erum reyndar ekki fullmannaðir en mætum með 10 ferska leikmenn í hvern leik. Við hófum æfingar 17. maí og höfum verið að æfa 5 sinnum í viku. Örn Steinar Marinósson hefur séð um lyftingarnar hjá okkur og hópurinn hefur verið hjá honum
þrisvar í viku en við erum jafnframt búnir að vera í bolta á fullu. Við tókum sumarið snemma þetta árið og höfum núna æft í bráðum 10 vikur en leikmenn fá 12 daga frí um og í kringum verslunarmannahelgi áður en við förum aftur á fullt fyrir haustið,“ sagði Einar.
Aðspurður um hvað svona mót hefðu að segja svaraði Einar þessu: „ Þetta er svona fyrst og fremst til að brjóta upp æfingaplanið og fá að spila alvöru körfubolta. Við höfum reyndar verið að spila æfingaleiki reglulega í sumar, við U18 og U20 lið Íslands í þeirra undirbúning fyrir Evrópumótið, en þetta er líka gott mót til að gefa yngri mönnum tækifæri á meðal þeirra bestu. Svo skemmir ekki að gera körfuboltaáhugamönnum greiða í biðinni eftir körfuboltanum sem fer svo á fullt með haustinu,“ sagði Einar að lokum.
Leikjaáætlun næstu þrjá dagana:
Mánudagur 18. júlí:
18:30 Fjölnir – UMFN
20:30 Keflavík – Grindavík
Þriðjudagur 19. júlí:
18:30 UMFN - Keflavík
20:30 Fjölnir - Grindavík
Miðvikudagur 20. júlí:
18:30 Fjölnir – Keflavík
20:30 UMFN – Grindavík