Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 12. janúar 2002 kl. 21:14

Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík

Keflvíkingar tóku á móti grönnum sínum úr Grindavík í dag í úrvalsdeild kvenna og sigruðu mjög auðveldlega slakt lið Grindavíkur 76-38 (33-12). Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda og leiddu Keflavíkurstúlkur 26-1 eftir fyrsta leikhluta. Jessica Gaspar var ekki með í liði Grindvíkinga og munar það greinilega miklu enda hafa þær ekki unnið leik án hennar. Það má segja að allar stelpurnar í liði Keflavíkur hafi verið að spila vel en mest bar þó á Birnu Valgarðs sem skoraði 18 stig í leiknum og hirti fjöldan allan af fráköstum. Hjá Grindavík var Sólveig að spila ágætlega en þeim vantaði greinilega leiðtoga inn á vellinum.
Gaman er að sjá að Anna María er komin á fullt aftur eftir nokkuð hlé og mun hún styrkja lið Keflavíkur mikið með reynslu sinni og útsjónarsemi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024