Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 11:19
Arnór á skotskónum í stórsigri
Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum þegar lið hans Norrköping bar sigurorð af Österlund í riðlakeppni sænska bikarsins í fótbolta. Arnór skoraði fyrsta markið í öruggum 4:0 sigri. Sænska deildin fer af stað 2. apríl og stendur undirbúningstímabilið sem hæst.