Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Annað jafntefli á útivelli
Mánudagur 25. júlí 2005 kl. 09:43

Annað jafntefli á útivelli

Njarðvíkingar mættu Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli á laugardaginn var í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli, 0-0. Þetta mun því vera annað jafntefli Njarðvíkinga á útivelli í röð.

Njarðvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik og áttu nokkrar góðar sóknarlotur en ekki vildi boltinn inn. Mikil barátta einkenndi leikinn en Njarðvík og Fjarðabyggð eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Engin breyting varð þar á eftir leik liðanna fyrir austan en Njarðvíkingar eru nú 8 stigum á eftir Leikni í efsta sæti deildarinnar.

Nýr leikmaður, Samir Mesetovic, lék sinn fyrsta leik með Njarðvík um helgina þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Kristinn Björnsson. Samir kemur frá Leikni Fáskrúðsfirði og hefur leikið þar síðustu þrjú sumur og eitt með Sindra. Hann er fæddur 1970 og er ný fluttur suður með sjó.

Byrjunarliðið Njarðvíkinga um helgina:
1. Friðrik Árnason 2. Kristinn Björnsson (Samir Mesetovic) 3. Rafn Vilbergsson (Einar Valur Árnason) 4. Snorri Már Jónsson 5. Árni Þór Ármannsson 6. Marteinn Guðjónsson 7. Hafsteinn Rúnarsson 8. Jón Fannar Guðmundsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Sverrir Þór Sverrisson (Magnús Ólafsson)  11. Michael Jónsson
Varamenn
12. Kári Oddgeirsson 13. Magnús Ólafsson 14. Samir Mesetovic 15. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 16. Einar Valur Árnason.

Staðan í deildinni

VF-mynd/ http://fotboltinn.umfn.is//


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024