Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Annað afhroð í uppsiglingu?
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 10:11

Annað afhroð í uppsiglingu?

Botnlið Reynis frá Sandgerði heldur Norður yfir heiðar í dag og mæta Þór Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15 á Akureyrarvelli. Síðast þegar liðin áttust við höfðu Þórsarar 1-5 sigur á Sparisjóðsvellinum og síðan þá hefur lítið gengið hjá Reyni.

 

Vörn Sandgerðinga er hriplek og hefur liðið fengið á sig 41 mark í 13 deilarleikjum og þá er sóknin ekki heldur að finna sig  þar sem Sandgerðingar hafa aðeins gert 13 mörk í deildinni eða eitt mark að meðaltali í leik.

 

Óneitanlega spá því margir að Reynismenn bíði afhroð fyrir Norðan í kvöld en liðsaukinn í dönsku leikmönnunum gæti haft einhver jákvæð áhrif á hópinn. Víst er þó að mikið þarf að koma til ef Jakob Jónharðsson og Ragnar Steinarsson eiga að halda liðinu í 1. deild.

 

VF-mynd/ Jón Örvar ArasonFrá leik Reynis og ÍBV á dögunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024