Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Anna María til liðs við KR
Þriðjudagur 30. ágúst 2011 kl. 22:10

Anna María til liðs við KR

Körfuknattleikskonan Anna María Ævarsdóttir hefur ákveðið að skipta úr grænni teyju Njarðvíkinga og klæðast svart hvítum búningi KR á næsta tímabili.

Anna María sem að upplagi er Keflvíkingur var fyrirliði Njarðvíkurliðins í fyrra sem öllum að óvörum fóru alla leið í úrslit í Iceland Express-deild kvenna þar sem Keflvíkingar höfðu reyndar betur, 3-0.

Anna María sem er búsett í Reykjavík þessa dagana gekk til liðs við Njarðvíkinga árið 2007 skrifaði undir hjá KR í kvöld. „Ég flutti til Reykjavíkur í byrjun sumars og fékk þar góða vinnu strax eftir útskrift. Ég reiknaði bara dæmið út og það hefði ekki gengið fyrir mig að vinna og búa í Reykjavík og keyra á milli til Njarðvíkur á æfingar,“ sagði Anna eftir að Víkurfréttir höfðu samband við hana.

Hún bætti því við að henni litist vel á aðstæður hjá KR-ingum. „Ég á góðar vinkonur i KR og þetta er flottur og vel rekinn klúbbur með góðan þjálfara,“ sagði Anna María í samtali við Víkurfréttir en hún leikur með KR-ingum á Ljósanæturmótinu sem fram fer um helgina.

VF-Myndir: Að ofan fagnar Anna silfurverðlaunum sínum með Njarðvíkingum í ár og á neðri myndinni er hún að kljást við verðandi liðsfélaga sína úr Vesturbænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024