Aníta Lóa tvöfaldur Norður-Evrópumeistari
Aníta Lóa Hauksdóttir úr Njarðvík varð um helgina tvöfaldur Norður-Evrópumeistari í Latin- og Standard-dönsum með dansfélaga sínum Pétri Fannari Gunnarssyni. Þau eru bæði 15 ára og keppa fyrir Dansdeild HK í Kópavogi.
Evrópumótið í Ballroomdönsum í aldursflokknum junior 2 (14-15 ára) fór fram í Virum í Kaupmannahöfn um helgina.