Ágætis bætingar hjá ÍRB á Fjölnismóti
Afreks- og Keppnishópur ÍRB keppti á sundmóti Fjölnis í Laugardalnum um síðustu helgi. Sundmennirnir kepptu í fáum greinum og jafnvel greinum sem þau eru alla jafna ekki vön að keppa í.
Ágætis bætingar voru í nokkrum greinum og unnu sundmennirnir til margra verðlauna.
Bestum árangri náði Karen Mist Arngeirsdóttir, en hún varð stigahæst í flokki stúlkna 15 - 17 ára fyrir samanlagðan árangur sinni í 50, 100 og 200m bringusundi, en þessi árangur var jafnframt betri en besti árangur kvenna í opnum flokki.