Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur – Ný stjórn kjörin
Mánudagur 7. febrúar 2011 kl. 09:28

Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin þriðjudaginn 1. febrúar. Helga Hildur Snorradóttir var endurkjörin sem formaður og ný stjórn var kjörin. Í stjórn eru þau Helga Erla Albertsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Andrés Eyjólfsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Fríða María Sigurðardóttir, Ingibjörg Steindórsdóttir og Ólafur Sigurðsson en þessu er greint frá á heimasíðu Keflavíkur. Einnig voru 4 aðilar sem létu af störfum í stjórn deildarinnar en það voru þau Ingi Þór Einarsson, Íris Dröfn Halldórsdóttir, Eva Björk Sveinsdóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en einnig heiðraði deildin fjóra iðkendur sem stóðu sig með mikilli prýði árið 2010 og voru umsagnir þeirra eftirfarandi:

Eva Berglind Magnúsdóttir: stundar hópfimleika af miklu kappi og er yngri iðkendum góð fyrirmynd. Eva Berglind er metnaðargjörn fyrir lið sitt og leggur sig ávalt 100% fram.

Eydís Ingadóttir: var eini iðkandi Fimleikadeildar Keflavíkur sem komst inn á Íslandsmót í þrepum. Hún keppti í 4. þrepi og stóð sig mjög vel.

Helena Rós Gunnarsdóttir: var stigahæst eftir mót vetrarins. Helena Rós er alltaf jákvæð, glöð og er yngri iðkendum góð fyrirmynd. Hún var kosin Fimleikakona Keflavíkur 2010 og fulltrúi okkar í vali á íþróttamanni Reykjanesbæjar 2010.

Rakel Halldórsdóttir: var Innanfélagsmeistari Fimleikadeildar Keflavíkur 2010. Rakel stendur sig mjög vel og gaman að fylgjast með henni á næstu mótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024