8 liða úrslitin hefjast í dag
Í dag hefjast 8-liða úrslit Lýsingarbikarsins í karla- og kvennaflokki í körfuknattleik. Einn leikur fer fram í karlaflokki og tveir í kvennaflokki. Allir bikarleikir dagsins hefjast kl. 16:00.
Í kvennaflokki mætast Grindavík og KR í Röstinni í Grindavík og Valskonur taka á móti toppliði Keflavíkur í Vodafonehöllinni. Í karlaflokki mætast Fjölnir og Þór Þorlákshöfn í Grafarvogi.
8 liða úrslitunum lýkur svo á morgun.