Vinstri Grænir: Stórslys ef hingað kemur álver
Vinstri Grænir í Reykjanesbæ hafa lagt fram skýrslu um umhverfisáhrif væntanlegs álvers í Helguvík.
Í skýrslunni, sem unnin er upp úr gögnum verkfræðifyrirtækisins HRV og voru birt á heimasíðu fyrirtækisins, kemur fram að vindáttir séu alls ekki hagstæðar. Norð- og norðaustlægar áttir, sem liggja frá Helguvík og yfir efri hverfi Keflavíkur, voru árin 2000 og 2001 ríkjandi 36% ársins eða í um 130 daga á ári.
Í skýrslu VG kemur ennfremur fram að sé miðað við 250.000 tonna álver (gert er ráð fyrir að fyrsti hluti álversis verði minni en yrði jafnvel stækkað að 250.000 tonnum árið 2015).
Þeirra útreikningar gera ráð fyrir að skaðleg efni, þar á meðal flúor og brennisteinsoxíð, gætu komið í miklu magni yfir byggð. Heildarútblástur brennisteinsoxíðs í 250.000 tonna álveri sé 3322 tonn á ári og sé miðað við að vindáttir liggi yfir bæinn 36% ársins sé um að ræða 1195 tonn af brennisteinsoxíði sem kemur yfir bæinn. Í þeim drögum sem kynnt hafa verið er gert ráð fyrir að álverið sé staðsett um 1,5 til 1,1 km frá byggð.
„Þetta er neyðarkall til bæjarbúa,“ segir Sigurður Eyberg, oddviti VG í Reykjanesbæ, „Ef þeir ætla að vernda börnin sín fytrir þessu næstu 50 eða 100 árin skiptir höfuðmáli hvað við gerum á morgun. Það er bara einn flokkur sem er á móti álveri, alveg skýrt, það þarf ekkert að skoða þetta. Þetta liggur alveg ljóst fyrir og maður getur fundið allar þessar upplýsingar. Þetta er ekki kostur og það er stórslys ef það kemur hingað álver.“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti D-lista, svarar þessu til með því að benda á að enn sé ekki búið að vinna umhverfismat, en þess sé að vænta á næsta ári og tekið verði mið af þeim upplýsingum þegar lokaákvörðun um álver og staðsetningu þess verður tekin. Allir þessir þættir verða teknir inn í það og ef eitthvað hallar á munum við standa með umhverfinu.“
Árni bætti því einnig við, aðspurður, að til greina kæmi að færa álverið norðar, lengra inn í landsvæði Garðs, ef það yrði til að minnka umhverfisáhrif.
Í skýrslunni, sem unnin er upp úr gögnum verkfræðifyrirtækisins HRV og voru birt á heimasíðu fyrirtækisins, kemur fram að vindáttir séu alls ekki hagstæðar. Norð- og norðaustlægar áttir, sem liggja frá Helguvík og yfir efri hverfi Keflavíkur, voru árin 2000 og 2001 ríkjandi 36% ársins eða í um 130 daga á ári.
Í skýrslu VG kemur ennfremur fram að sé miðað við 250.000 tonna álver (gert er ráð fyrir að fyrsti hluti álversis verði minni en yrði jafnvel stækkað að 250.000 tonnum árið 2015).
Þeirra útreikningar gera ráð fyrir að skaðleg efni, þar á meðal flúor og brennisteinsoxíð, gætu komið í miklu magni yfir byggð. Heildarútblástur brennisteinsoxíðs í 250.000 tonna álveri sé 3322 tonn á ári og sé miðað við að vindáttir liggi yfir bæinn 36% ársins sé um að ræða 1195 tonn af brennisteinsoxíði sem kemur yfir bæinn. Í þeim drögum sem kynnt hafa verið er gert ráð fyrir að álverið sé staðsett um 1,5 til 1,1 km frá byggð.
„Þetta er neyðarkall til bæjarbúa,“ segir Sigurður Eyberg, oddviti VG í Reykjanesbæ, „Ef þeir ætla að vernda börnin sín fytrir þessu næstu 50 eða 100 árin skiptir höfuðmáli hvað við gerum á morgun. Það er bara einn flokkur sem er á móti álveri, alveg skýrt, það þarf ekkert að skoða þetta. Þetta liggur alveg ljóst fyrir og maður getur fundið allar þessar upplýsingar. Þetta er ekki kostur og það er stórslys ef það kemur hingað álver.“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti D-lista, svarar þessu til með því að benda á að enn sé ekki búið að vinna umhverfismat, en þess sé að vænta á næsta ári og tekið verði mið af þeim upplýsingum þegar lokaákvörðun um álver og staðsetningu þess verður tekin. Allir þessir þættir verða teknir inn í það og ef eitthvað hallar á munum við standa með umhverfinu.“
Árni bætti því einnig við, aðspurður, að til greina kæmi að færa álverið norðar, lengra inn í landsvæði Garðs, ef það yrði til að minnka umhverfisáhrif.