Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinsælast 2012: Hárið fékk að fjúka fyrir UNICEF
Laugardagur 29. desember 2012 kl. 08:06

Vinsælast 2012: Hárið fékk að fjúka fyrir UNICEF

Sjötta vinsælasta frétt ársins á vf.is kom seint á árinu er þær Birta Dís Jónsdóttir og Helga Sóley Halldórsdóttir, nemendur í 10. bekk Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, létu hárið fjúka til styrktar UNICEF. Þær stöllur söfnuðu áheitum til styrktar UNICEF og áformuðu í staðinn að láta snoða af sér hárið.

Eftir að hafa safnað yfir 100 þúsund krónum var kominn tími til að láta hárið fjúka og það gerðu þær stúlkur þann 17. desember síðastliðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég lít út eins og bróður minn,“ sagði Helga Sóley eftir að hárið var farið. „Strákarnir eiga örugglega ekki eftir að taka vel í þetta,“ segir Birta Dís og hlær. „Það gerir þetta mikið léttara að við vorum að gera þetta fyrir gott málefni,“ sögðu stúlkurnar.

Víkurfréttir fylgdist með þeim stúlkum er hárið fékk að fjúka og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér.