Undir áhrifum áfengis og vímuefna þegar Longdawn sökkti Höddu HF
Skipstjóri flutningaskipsins Longdawn vissi að skipið hefði siglt á strandveiðibátinn Höddu HF en hélt för skipsins áfram þrátt fyrir að annar stýrimaður þess hafi talið sig sjá bátinn sökkva.
Skipstjóri Longdown var undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar áreksturinn átti sér stað og með því að halda áfram för, þrátt fyrir að hafa verið upplýstur um áreksturinn og að báturinn væri að sökkva, stofnaði hann og annar stýrimaður flutningaskipsins lífi og heilsu skipstjórans á strandveiðibátnum Höddu HF í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt með því að hafa ekki komið honum til hjálpar. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum tveimur.
Frá þessu er greint á ruv.is: