Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Það er hlutverk stjórnvalds hverju sinni að liðka fyrir framkvæmdum en ekki stöðva
Fimmtudagur 23. apríl 2009 kl. 10:33

Það er hlutverk stjórnvalds hverju sinni að liðka fyrir framkvæmdum en ekki stöðva


Víkurfréttir beindi nokkrum spurningum til fulltrúa þeirra þingflokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Svör þeirra birtust í Víkurfréttum í gær. Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar, hefur nú svarað þeim spurningum sem til hans var beint birtast þau hér með.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Þú hefur lagt mikla áherslu á álverið í Helguvík. Þessi framkvæmd virðist hanga á bláþræði, enda hefur ekki tekist að fjármagna verkefnið, álverð í frjálsu falli og orkuöflun er í óvissu þar sem orkufyrirtækin hafa ekki fjármagn til að ráðast í virkjunarframkvæmdir. Er þessu verkefni ekki í raun sjálfhætt? Er ekki verið að blekkja kjósendur með því að halda öðru fram?

Það hefur öllum þeim á Suðurnesjum er að þessu máli hafa komið verið ljós nauðsyn þess að byggja hér upp fjölbreytt atvinnutækifæri og Samfylkingin eins og aðrir hafa lagst á árar með þeim er hér hafa viljað byggja upp atvinnutækifæri. Þar skiptir mestu að nýta orkumöguleikana og byggja upp starfsemi sem skilar mörgum störfum og mikilli verðmætiasköpun.Um það hefur ríkt samstaða og fagna ég því. Sitt sýnist hverjum um hvaða tegund orkufreks iðnaðar verður fyrir valinu. Þetta var niðurstaðana og ég styð hana.


Álverð fer aftur upp og fínar aðstæður til að byggja hagkvæmt upp. Það er engann verið að blekkja heldur að vinna að því að mikilvægt verkefni gangi fram. Þess vegna komum við fjárfestingasamningnum í gegnum þingið þrátt fyrir andstöðu Vinstri grænna.

Þær áætlanir sem kynntar hafa verið af framkvæmdaraðilum gefa ekki tilefni til að verið sé blekkja kjósendur og þeim áætlunum verðum við að treysta. Vinna að því að þær gangi fram og á fjórða þúsund manns verði við uppbyggingarstörf tengdu verinu í haust.

Tekist hefur verið á um umhverfismálin í Samfylkingunni og mátti heyra marga gagnrýna það að þú skyldir taka fyrstu skóflustunguna að álverinu í Helguvík. Það hafi ekki verið í anda stefnunnar um Fagra Ísland. Þá er gagnrýnt að ráðherrar flokksins tali í kross í öllum mögulegum málum og flokkurinn reki í raun hentistefnupólitík og því sé ekki auðvelt að átta sig hvað flokkurinn standi í raun fyrir . Hvað viltu segja um þessa gagnrýni? Vita kjósendur yfir höfuð hvar þeir hafa Samfylkinguna?

Já þeir vita það. Stefna Samfylkingarinnar um Fagra Ísland er stefnumörkun Samfylkingarinnar um umhverfismál, þar sem Samfylkingin vill styrkja stöðu náttúruverndar gagnvart stóriðju og búa til rammaáætlun um virkjanakosti. Inni í því rúmast eitt álver og það verður í Helguvík. Nú er með góðu móti hægt að segja að það ferli sem álversframkvæmdir í Helguvík hafa markast af eru samningar á milli tveggja aðila, annarsvegar sveitarfélagana á svæðinu og framkvæmdaraðilans Norðurál. Það er hlutverk stjórnvalds hverju sinni að liðka fyrir framkvæmdum en ekki stöðva þó það samrýmist ekki hörðustu skoðunum flokksmanna. Ef svo væri yrði hér engin framþróun og stöðugleiki hjá fyrirtækjum sem verða að geta skipulagt fram í tímann.

 

Talandi um Fagra Ísland, hvernig sérð þú fyrir þér framtíðarnýtingu náttúruauðlinda á Reykjanesi, t.d. Krýsuvík, Eldvörpum og Trölladyngju?

Nú er það ljóst að mikilvægt er að farið verði með varúð í nýtingu þessara svæða og að þeim sérstöku jarðmyndanir sem þarna eru, og fara mað varúð að því verkefni. Það er hægt að gera til dæmis með löngum stefnuborðuðum holum, þannig að þau mannvirki sem nauðsynleg eru verða fjarri þessum viðkvæmu svæðum og raska ekki jarðvegsyfirborðinu á viðkvæmustu svæðunum.

Hvaða önnur mál, önnur en álverið, eru brýn að þínu mati hér á Suðurnesjum?

Það sem er mikilvægast í og brýnt nú að áfram verði unnið að fjölgun atvinnutækifæra til dæmis í tengslum við alþjóðaflugvöllinn, flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og sameiningu hennar við
Varnamálastofnun. Þá eru fjölmörg tækifæri í ferðaþjónustu, þar kemur nýr Suðurstrandavegur vel inn. Margt er hægt að gera spennandi á Vallarheiðinni t.d. gagnaver, menntastofnanir blómstri þar á borð við Keili og svo mætti lengi áfram telja. Ég er bjartsýnn á að okkur gangi vel að byggja upp og við verðum að halda áfram af fullum krafti. Þar skiptir aðgengur að fjármagni innanlands og utan miklu og því áríðandi að koma á skipan framtíðar í gjaldmiðilsmálum með því að sækja um aðild að ESB.