Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. september 2025 kl. 12:15

Járngerður fyrir Grindavík - fyrsti upplýsingafundurinn

„Það hefur vantað vettvang fyrir upplýsingar um gang mála í Grindavík og þetta er okkar tilraun til þess,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar en það eru hagsmunasamtök Grindavíkur en þau voru stofnuð á þessu ári. Járngerður efnir nú til vikulegra funda með hinum ýmsu aðilum sem tengjast Grindavík og var fyrsti fundurinn haldinn í vikunni en hann fór fram á rafrænan hátt.

Á fundinum voru um 30 manns og á honum kom ýmsilegt fram. Húsnæðismálin og öryggismálin eru meðal stærri mála en líka mörg fleiri. Á fundinum sagði Guðbjörg að hann ætti að vera vettvangur fyrir helstu málefni sem tengjast Grindavík og Grindvíkingum, brottfluttum og þeim sem þar búa núna en upptaka frá fundinum verður birt á Víkurfrétta, vf.is.

Á fyrsta fundinum voru aðilar úr bæjarstjórn, frá fyrirtækjum í Grindavík og frá fyrirtækjum og stofnunum þar eða sem tengjast Grindavík.